Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Flug­vall­ar­vörður á Bíldudal

Isavia Innan­lands­flug­vellir óskar eftir að ráða einstak­ling í flug­vall­ar­þjón­ustu Bíldu­dals­flug­vallar.


Skrifað: 3. maí 2021

Starfsauglýsingar

Starfið felur í sér eftirlit og viðhald á flugvallarmannvirkjum og tækjum. Umsjón og framkvæmd snjóruðnings, hálkuvarna og samskipta við flugvélar um flugradíó, AFIS. Björgunar og slökkviþjónusta er einnig hluti af starfinu. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna. Þjálfunin tekur u.þ.b. þrjá mánuði. Auk þess þarf að standast læknisskoðun og þrekpróf.

Hæfniskröfur

  • Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af slökkvistörfum og snjóruðningi er kostur
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Gott vald á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2021

Unnið er á vöktum og er vaktakerfið mjög fjölskylduvænt. Gert er ráð fyrir að unnið sé í tæpa 7 daga og frí í 7 daga. Unnið er á 8 klst vöktum.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Magnússon umdæmisstjóri, arnor.magnusson@isavia.is