Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Form­legar samein­inga­við­ræður

Sveit­ar­stjórn Tálkna­fjarð­ar­hrepps og bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar samþykktu bæði á fundum sínum í vikunni tillögu um að hefja form­legar samein­inga­við­ræður sveit­ar­fé­lag­anna.


Skrifað: 17. febrúar 2023

Formlegar sameiningaviðræður enda á íbúakosningum um sameininguna sem stefnt er að fari fram fyrir lok ársins 2023. Nú hefur verið skipuð sex manna samstarfsnefnd sem, ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, vinna að undirbúningi fyrir íbúafundi, þar sem kynnt verður hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á sveitarfélögin og framtíðarsýn hins sameinaða sveitarfélags. Haldnir verða fundir og haft verður samráð við íbúa og starfsfólk.

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar ásamt framkvæmdastjórum og ráðgjöfum frá KPMG

 

 

Þegar er mikið og gott samstarf milli sveitarfélaganna. Könnun á hagkvæmni sameiningarinnar var framkvæmd í báðum sveitarfélögunum árið 2021 sem varpaði ljósi á að helstu áhersluatriði í sameiningaviðræðum eru þær sömu. Þar er efst á lista bættar samgöngur milli þéttbýliskjarna sveitarfélagana með göngum undir Mikladal og Hálfdán.