Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Forstöðu­maður Bröttu­hlíðar

Vest­ur­byggð auglýsir starf forstöðu­manns íþróttamið­stöðv­ar­innar Bröttu­hlíðar á Patreks­firði laust til umsóknar. Æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf sem fyrst.


Skrifað: 7. maí 2019

Starfsauglýsingar

Meginverkefni

  • Veitir íþróttamiðstöðinni forstöðu
  • Ber ábyrgð á rekstri og gerir fjárhagsáætlun fyrir íþróttamiðstöðina
  • Sér um mannahald, semur vaktaplön- og þrifaplön fyrir starfsmenn og sinnir tilfallandi verkefnum
  • Gengur vaktir í íþróttamiðstöðinni
  • Hefur umsjón með húseign, tækjum og innanstokksmunum

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi er kostur
  • Góð tölvu og tungumálakunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Að geta sinnt smávægilegu viðhaldi er kostur
  • Viðkomandi þarf að standast námskeið í björgun og skyndihjálp og sundpróf fyrir laugarverði

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2019

Allar nánari upplýsingar veitir Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn –Brattahlíð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt samningi Vesturbyggðar og viðkomandi stéttarfélags.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300