Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Forstöðu­maður Muggs­stofu og menn­ingar- og ferða­mála­full­trúi

Vest­ur­byggð leitar að metn­að­ar­fullum einstak­lingi til að taka við starfi forstöðu­manns Muggs­stofu og hlut­verki menn­ingar- og ferða­mála­full­trúa sveit­ar­fé­lagsins.


Skrifað: 2. maí 2022

Starfsauglýsingar

Muggsstofa er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Bíldudal og er samstarfsverkefni Vesturbyggðar og Skrímslasetursins á Bíldudal. Þar fer fram starfsemi Bókasafns Bílddælinga, félagsstarf aldraðra á Bíldudal og þar er í boði aðstaða fyrir námsmenn og þá sem starfsaðstöðu þurfa á Bíldudal.

Forstöðumaður Muggsstofu gegnir einnig starfi menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Meginverkefni

  • Veita Muggsstofu forstöðu og sjá um daglegan rekstur samfélagsmiðstöðvarinnar
  • Vinnur að mótun menningar- og ferðamála í Vesturbyggð, starfar með menningar- og ferðamálaráði og er tengiliður sveitarfélagsins í menningar- og ferðatengdum viðburðum
  • Sinnir útlánum bókasafnsins og viðburðum í samvinnu við forstöðumann bókasafna í Vesturbyggð
  • Skipuleggur og heldur utan um félagsstarf aldraðra á Bíldudal
  • Ber ábyrgð á húsnæði miðstöðvarinnar og sinnir samskiptum við þá sem nýta samfélagsmiðstöðina, útdeilir aðstöðu og vinnurýmum
  • Sér um að auglýsa starfsemi og þjónustu Muggsstofu sem og kynnir viðburði sem þar fara fram

Hafniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
  • Enskukunnátta æskileg
  • Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði
  • Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni
  • Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Jákvæðni og aðlögunarhæfni
  • Góð tölvufærni og þekking á samfélagsmiðlum kostur

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022

Laun eru samkvæmt samningi Vesturbyggðar og viðkomandi stéttarfélags.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – Muggsstofa á Bíldudal. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.

Nafn samfélagsmiðstöðvar á Bíldudal, Muggsstofa er tilvísun til listamannsins og rithöfundarins Muggs (Guðmundar Péturssonari Thorsteinsson) sem fæddur var á Bíldudal 1891 og er einna þekktastur er fyrir söguna af Dimmulimm.