Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Frá bæjar­stjóra

Á þessum tíma er mikil­vægt að við höldum ró okkar og sýnum þann samtaka­mátt sem við sem samfélag búum yfir. Forð­umst kóvitana og fylgjum leið­bein­ingum almanna­varna, sótt­varna­læknis og land­læknis. Nýtum símann, tölvu­póstinn og samfé­lags­miðlana til að heyrast og sjást.


Skrifað: 23. mars 2020

Fréttir

Kæru íbúar

Nú hefst ný vika á tímum COVID-19 með hertum aðgerðum og frekari takmörkunum á samkomuhaldi og mannamótum.

Skólastarf í síðustu viku fór fram með mikið breyttu sniði og ber að þakka foreldrum, börnum, starfsmönnum, kennurum og skólastjórnendum fyrir frábæra samvinnu. Saman verðum við að vinna okkur í gegnum þessa skrýtnu tíma. Skólastarf verður með svipuðu sniði og í síðstu viku en eins og ég hef sagt áður þá geta hlutirnir breyst hratt og með skömmum fyrirvara. Við tökum því saman einn dag í einu og gerum okkar besta til að hlutirnir gangi upp.

Íþróttamiðstöðvarnar Brattahlíð á Patreksfirði og Bylta á Bíldudal, verða áfram lokaðar í samræmi við hertar aðgerðir samkomubannsins. Opnunartími Ráðhússins hefur einnig verið skertur og ég minni ykkur á að nýta vesturbyggd@vesturbyggd.is

Það er ánægjulegt að sjá eins og oft áður þann mikla samvinnukraft sem samfélag eins og Vesturbyggð býr yfir og hvernig við tökumst á við hlutina saman og finnum leiðir og lausnir til að láta samfélagið okkar ganga áfram. Þá ber að þakka verslunar- og veitingarmönnum sem og flutningsaðilum í Vesturbyggð sérstaklega fyrir þeirra störf á þessum flóknum tímum og ánægjulegt að sjá þær lausnir sem þeir hafa fundið til að tryggja íbúum þjónustu og draga úr smithættu á sama tíma.

Á þessum tíma er mikilvægt að við höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt sem við sem samfélag búum yfir. Forðumst kóvitana og fylgjum leiðbeiningum almannavarna, sóttvarnalæknis og landlæknis. Nýtum símann, tölvupóstinn og samfélagsmiðlana til að heyrast og sjást.

Að lokum vil ég ítreka við ykkur að fylgjast vel með tilkynningum frá Vesturbyggð, hér á heimasíðunni sem og á heimasíðum og facebook síðum stofnana sveitarfélagsins.