Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Framkvæmdir á Mýrum Patreksfirði
Vegna framkvæmda við endurnýjun lagna undir Mýrum verður götunni lokað tímabundið í allt að sex vikur milli 20. júní til 1. ágúst næstkomandi.
Skrifað: 22. júní 2022
Framkvæmdinni verður skipt í tvo hluta, fyrst verður lokað milli Mýra 9 og 19, sjá mynd en ekki verður hægt að keyra götuna þann hluta, meðan á framkvæmdum í þeim hluta götunnar stendur.
Seinni hlutinn verður svo milli Mýra 1 til 9 sjá mynd og verður gatan lokuð þann kafla meðan framkvæmdir í þeim hluta standa yfir.
Gert verður bílastæði við enda götunnar þar sem íbúar geta lagt bílum sínum meðan að framkvæmdir standa yfir. Jafnframt munu verða útbúin stæði við ytri enda götunnar er seinni hluti framkvæmda verður unnin.