Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Fram­tíð­ar­starf á Patreks­firði

Olíu­dreifing óskar eftir að ráða traustan meira­prófs­bíl­stjóra sem sinnir einnig starfi umsjón­ar­manns birgða­stöðvar. Leitað er að starfs­krafti sem hefur ríka þjón­ustu­lund og getur unnið sjálf­stætt. Starfs­stöð er á Patreks­firði.


Skrifað: 7. desember 2021

Starfsauglýsingar

Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum. Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is.

Starfssvið

  • Olíudreifing beint á tanka, skip og vinna í birgðastöð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri birgðastöðvar
  • Skráning og frágangur afgreiðsluseðla við afgreiðslu eldsneytis
  • Framkvæmd og skráning eftirlits í birgðastöð
  • Öryggismál og önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Meirapróf
  • Sjálfstæð, örugg og vönduð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund

Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem hafa ekki ADR réttindi. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um starfið. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hefur Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).