Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Frestun á viðburðum vegna Patreks­dagsins

Í ljósi ákvörð­unar heil­brigð­is­ráð­herra um hertar aðgerðir í tengslum við covid-19 veiruna og komandi samkomu­banni hefur Vest­ur­byggð ákveðið að fresta öllum viðburðum í tengslum við Patreks­daginn, sem áttu að vera á komandi helgi á vegum Vest­ur­byggðar.

Samkomu­bannið, þar sem fleiri en hundrað manns koma saman gildir fyrir allt landið. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum viðburðum.

Vest­ur­byggð hvetur íbúa til þess að fara eftir ákvörð­unum stjórn­valda ásamt því að sýna hvort öðru stuðning á þessum fordæma­lausu tímum.


Skrifað: 13. mars 2020

Fréttir