Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Frestun á viðburðum vegna Patreksdagsins
Í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir í tengslum við covid-19 veiruna og komandi samkomubanni hefur Vesturbyggð ákveðið að fresta öllum viðburðum í tengslum við Patreksdaginn, sem áttu að vera á komandi helgi á vegum Vesturbyggðar.
Samkomubannið, þar sem fleiri en hundrað manns koma saman gildir fyrir allt landið. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum viðburðum.
Vesturbyggð hvetur íbúa til þess að fara eftir ákvörðunum stjórnvalda ásamt því að sýna hvort öðru stuðning á þessum fordæmalausu tímum.