Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Frestun fast­eigna­gjalda vegna áhrifa af Covid-19

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar samþykkti á fundi sínum þann 29. apríl s.l. reglur um frestun á greiðslum fast­eigna­gjalda vegna áhrifa Covid-19.


Skrifað: 5. maí 2020

Auglýsingar

Reglurnar gera ráð fyrir að þeir sem eiga iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús eða mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu geti fengið frest til greiðslu fasteignagjalda til 15. mars 2021. Verði ljóst að þeir aðilar sem fengið hafa frest hafi orðið fyrir miklu tekjufalli á árinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár fyrir 15. janúar 2021, geta þeir aðilar sótt um frekari frest sem heimilt er að veita til 15. ágúst 2021.

Þeir sem óska eftir frestun greiðslna á fasteignagjöldum skulu sækja um það með skriflegum hætti og skulu umsóknir berast á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is. Umsóknafrestur er til og með 15. janúar 2021.

Unnt er að sækja um frest á greiðslu fasteignagjalda sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Frestun á greiðslu fasteignagjalda getur að hámarki verið til 15. mars 2021.

Sjá frekari upplýsingar í reglum hér fyrir neðan.