Fréttamaður RÚV á Vesturlandi/Vestfjörðum
Fréttastofa RÚV leitar að öflugum fréttamanni á Vesturlandi/Vestfjörðum í 100% starf. Starfið felst í að afla frétta og miðla þeim, í útvarpi, sjónvarpi og á RÚV.is.
Starfið getur verið án staðsetningar eða á starfsstöð RÚV í Borgarnesi. Verkefnin eru unnin í samstarfi við aðra fréttamenn RÚV á landsbyggðinni og í Reykjavík. Á RÚV starfar fjölbreyttur hópur fréttafólks með mikla reynslu og þekkingu, í kraftmiklu og skapandi umhverfi.
Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum fréttamanni sem er vel ritfær og með góða framsögn
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öflun og vinnsla frétta
- Miðlun frétta á vef, í útvarpi og sjónvarp
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af blaða- og fréttamennsku æskileg
- Gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking
- Færni til að tileinka sér nýja tækni og tölvuforrit
- Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna hratt og vel
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Góð þekking á samfélaginu á Vesturlandi og Vestfjörðum
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2023
Nánari upplýsingar veita Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri, heidar.orn.sigurfinnsson@ruv.is og Birta Björnsdóttir, varafréttastjóri, birta.bjornsdottir@ruv.is.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, uppruna, fötlun eða starfsgetu.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt.