Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Full­trúar Vest­ur­byggðar funda með ráðherra

Full­trúar Vest­ur­byggðar áttu fund með samgöngu– og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Sigurði Inga Jóhanns­syni, um Vest­fjarðaveg nr. 60 í dag, 21. janúar.


Skrifað: 21. janúar 2019

Fréttir

Á fundinum fóru Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri yfir áherslur sveitarfélagsins í málinu og mikilvægi þess að samgöngubótum á Vestfjarðavegi verði lokið hið fyrsta. Ráðherra var afhent minnisblað þar sem raktar eru helstu áherslur Vesturbyggðar vegna málsins og minnt á mikilvægi þess fyrir hagsmuni sunnanverðra Vestfjarða sem og Vestfjarða í heild sinni að þetta mál verði í eitt skipti fyrir öll til lykta leitt. Engin niðurstaða lá fyrir eftir fundinn og munu fulltrúar Vesturbyggðar halda áfram að vinna að þessu máli af fullum þunga.

Minnisblaðið má nálgast hér að neðan.