Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Fundur með formönnum stjórn­ar­flokk­anna

Forsvars­menn sveit­ar­fé­lag­anna Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps fóru af haust­fundi Fjórð­ungs­sam­bands Vest­fjarða á Ísafirði í gær og flugu suður til Reykja­víkur í þeirri von að fá fund með formönnum ríkis­stjórn­ar­flokk­anna, þeim Katrínu Jakobs­dóttur forsæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sigurði Inga Jóhanns­syni samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra. Markmið fund­arins var að fara yfir þá alvar­legu stöðu sem uppi er vegna niður­fell­ingar starfs- og rekstr­ar­leyfa fisk­eld­is­fyr­ir­tækja í sveit­ar­fé­lög­unum tveimur.

 


Skrifað: 7. október 2018

Fréttir

Seinni partinn í gær var fundað með formönnum stjórnarflokkana þar sem þeim var greint frá þeim alvarlegum áhrifum sem úrskurðirnir hafa á íbúa sveitarfélaganna og það óvissuástand sem nú er uppi. Í sveitarfélögunum tveimur búa 1.268 manns, og hafa fyrirtækin tvö 165 manns á launaskrá, auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem þessar ákvarðanir snerta beint. Verði ekki brugðist strax við er ljóst að þetta mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni.

Á fundinum var greint frá því að stjórnvöld væru að vinna að tilteknum lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps standa nú frammi fyrir. Forsvarsmenn sveitarfélaganna treysta því að stjórnvöld veiti fyrirtækjunum skjól þannig að þau geti haldið sinni starfsemi áfram á meðan leyst er úr þeirri stjórnsýslulegu flækju sem upp er komin.

 

Rebekka Hilmarsdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason.

Rebekka Hilmarsdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar – baejarstjori@vesturbyggd.is

Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepp – oddviti@talknafjordur.is