Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Fyrsti fundur nýrrar bæjar­stjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjar­stjórnar Vest­ur­byggðar var haldinn í ráðhúsi Vest­ur­byggðar 9. júní 2022. Bæjar­stjórn skipa nú Jón Árnason, Ásgeir Sveinsson, Þórkatla Soffía Ólafs­dóttir, Anna Vilborg Rúnars­dóttir, Frið­björn Steinar Ottósson, Guðrún Eggerts­dóttir og Svan­hvít Sjöfn Skjald­ar­dóttir.


Skrifað: 10. júní 2022

Jón Árnason var kjörin forseti bæjarstjórnar, Friðbjörn Steinar Ottósson var kjörinn fyrsti varaforseti og Ásgeir Sveinsson annar varaforseti.

Bæjarráð verður skipað þeim Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, Jóni Árnasyni og Önnu Vilborgu Rúnarsdóttur og mun Þórkatla Soffía gegna formennsku.

Samþykkt var á fundinum að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla til að skipa í ráð og nefndir Vesturbyggðar.