Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Gamla smiðjan á Bíldudal - Umsjón

Vest­ur­byggð auglýsir eftir umsjón­ar­aðila fyrir Gömlu smiðjuna á Bíldudal.


Skrifað: 28. apríl 2022

Auglýsingar

Gamla smiðjan á Bíldudal er byggð fyrir aldamótin 1900 af Pétri J. Thorsteinsson. Gamla smiðjan eða járnsmiðjan var fyrsta járn-og málmsmíðaverkstæðið á landinu á þessum tíma og á sér mikla og merkilega sögu sem mikilvægt er að varðveita.

Gamla smiðjan er talin mikilvægur menningararfur og óendurnýjanleg auðlind í Vesturbyggð og stefnt er að því að viðhalda sögu starfseminnar og þeirra muna sem þar eru.

Auglýst er eftir umsjónaraðila sem mun halda utan um komur gesta í smiðjuna og veita þeim upplýsingar og leiðsögn, gæta þess að farið sé eftir húsreglum ásamt því að slá og hirða umhverfi smiðjunnar.

Vesturbyggð hvetur umsækjendur einnig til þess að koma með hugmyndir af nýtingu Gömlu smiðjunnar.

Umsóknarfrestur er til 15.maí 2022.

Umsóknir berist til menningar-og ferðamálafulltrúa á tölvupóstfangið mf@vesturbyggd.is.