Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Gjald­skrá Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða

Gjald­skrá Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða vegna leyf­is­veit­inga eftir­lits og annarar gjald­skyldar starf­semi er nr. 699/2021.

Tíma­gjald í nýrri gjald­skrá er kr. 16.200 og rann­sókn á einu sýni er kr. 26.000. Gjald­skráin er ný og tölu­verðar breyt­ingar hafa verið gerðar.


Skrifað: 19. október 2021

Fréttir

Gjaldtökuheimildir sveitarfélaga fyrir heilbrigðiseftirlit er að finna í 46 gr. laga nr 7/1998.

”Sveitarfélög bera ábyrgð á fjármálum og rekstri heilbrigðiseftirlits á viðkomandi svæði. Þau hafa umsjón með fjármálum þess, skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga og álagningu eftirlitsgjalda. Við kostnaðarskiptingu skal miða við að allar tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi á svæðinu renni í sameiginlegan sjóð til greiðslu rekstrarkostnaðar heilbrigðiseftirlits á svæðinu. Sá kostnaður sem eftirlitsgjöld standa ekki undir greiðist af sveitarfélögunum í samræmi við íbúafjölda næstliðinsárs.”Heimilt er sveitarfélögum að setja gjaldskrá og innheimta gjald fyrir eftirlitsskylda starfsemi, svo sem fyrir eftirlit, útgáfu starfsleyfa og vottorða, sé eftirlitið á vegum sveitarfélaga. Leita skal umsagnar hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar og hollustuháttaráðs áður en gjaldskrá er sett. Upphæð gjaldsins skal byggð á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalds við viðkomandi eftirlit byggist á og má gjaldið ekki vera hærra en sá kostnaður. Hvert eftirlitssvæði skal hafa sameiginlega gjaldskrá og skal hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd láta birta hana í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld má innheimta með fjárnámi. Gjöld skulu tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga þegar leyfi eða þjónusta er tengd notkun fasteignar.”

Misbrestur er á að fyrirtæki og einstaklingar í rekstri tilkynni heilbrigðiseftirlitinu um breytingar á rekstri, s.s. að viðkomandi hafi hætt starfsemi. Allar breytingar skal tilkynna til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í tölvupósti á netfangið eftirlit@hevf.is