Gönguferð um framkvæmdasvæði
Miðvikudaginn 29. desember kl. 13:00 mun starfsmaður Vesturbyggðar ganga um vinnusvæði ofanflóðavarna á Patreksfirði.
Skrifað: 28. desember 2021
Þeir sem vilja er boðið að koma með í smá gönguferð um svæðið þar sem hægt verður að ganga um það svæði sem venjulega er lokað ásamt því að koma spurningum á framfæri varðandi framkvæmdina. Mæting verður við námusvæði verktaka við Urðargötu sem merkt er með rauðu X á meðfylgjandi mynd.