Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Greiðslu­seðlar í tölvu­pósti

Við viljum biðja fyrir­tæki sem óska eftir að fá greiðslu­seðla senda í tölvu­pósti að hafa samband við Ráðhús í síma 450 2300 eða senda á netfangið innheimta@vest­ur­byggd.is.

 


Skrifað: 5. mars 2020

Auglýsingar

Þann 1. janúar 2019 hóf Vesturbyggð að senda frá sér greiðsluseðla á rafrænu formi, bæði í netbönkum einstaklinga og fyrirtækja, og í gegnum RSM kerfi fyrirtækja og stofnana. Þetta var gert til hagsbóta fyrir sveitarfélagið og viðskiptavini þess.

Þau fyrirtæki sem ekki eru að taka á móti rafrænum reikningum í gegnum RSM kerfi hafa kost á því að fá greiðsluseðla senda með tölvupósti. Við viljum því hvetja forsvarsmenn fyrirtækja til að láta okkur vita sem fyrst ef þeir óska eftir að fá greiðsluseðil sendan í tölvupósti með því að fylla út umsóknina hér að neðan, senda póst á innheimta@vesturbyggd.is eða hafa samband við Ráðhús Vesturbyggðar í síma 450 2300.

Þau fyrirtæki sem nú þegar fá greiðsluseðla senda í tölvupósti þurfa ekki að hafa samband.

Einnig viljum við ítreka við einstaklinga að alla reikninga á vegum sveitarfélagsins er hægt að finna undir „Rafræn skjöl“ í netbönkum.