Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Grenja­leit og grenja­vinnsla í Vest­ur­byggð

Vest­ur­byggð auglýsir eftir aðilum til grenja­leitar og grenja­vinnslu í Vest­ur­byggð. Tekið er við umsóknum til 30. apríl næst­kom­andi.


Skrifað: 14. apríl 2021

Auglýsingar

Óskað er eftir umsækjendum fyrir fimm svæði, skv. gömlu hreppaskiptingunni:

  1.  Rauðasandshreppur
  2.  Patrekshreppur
  3.  Barðastrandarhreppur
  4.  Suðurfjarðahreppur
  5. Ketildalahreppur

Til greina kemur að ráða fleiri en einn aðila innan hvers svæðis og skal tekið fram í umsókn um hvaða svæði er sótt. Ákvörðun um ráðningu verður tekin eftir að umsóknafresti lýkur og gert er ráð fyrir að þeir sem ráðnir verði hefji störf í byrjun maí samkvæmt samningi.

Minnt er á að viðkomandi þarf að hafa gilt skotvopnaleyfi og veiðikort sem framvísa þarf við gerð samnings.

Umsóknir skal merkja „Grenjavinnsla 2021“ og er hægt að skila með netpósti á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða með bréfpósti:
Vesturbyggð
b.t. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs
Aðalstræti 75
450 Patreksfjörður

Vesturbyggð vekur athygli á því að ráðnir veiðimenn geta einir skilað reikningum og aðeins þeir sem hafa undirritaðan samning við Vesturbyggð fá greitt fyrir refaskott.

Reikningum skal skila fyrir 1. september 2021 í þjónustumiðstöð Vesturbyggðar, ekki verður greitt fyrir grenjavinnslu eftir þann tíma og gefin verða út skilavottorð vegna skotta.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300