Hoppa yfir valmynd

Grennd­arkynning - Aðalstræti 19

Á 106. fundi skipu­lags- og umhverf­is­ráðs Vest­ur­byggðar 11. maí sl., var samþykkt að grennd­arkynna bygg­ingaráform í samræmi við 2. mgr 43. gr. skipu­lagslaga nr.
123/2010


Skrifað: 16. maí 2023

Skipulög í auglýsingu

Á fundinum var eftirfarandi bókað:
Erindi frá teiknistofu Ginga f.h. Mikladals ehf. dags 26.04.2023. Í erindinu er lýst
byggingaráformum félagsins að Aðalstræti 19, Patreksfirði.

Erindið varðar stækkun byggingarreits um 1,5m til austurs, samhliða götu. Samhliða
stækkun byggingarreits er óskað efti að hámarksgrunnflötur megi vera allt að 122
m2. Húsið verður staðsett við innri línu byggingarreits en tröppupallur gengur 1,36 m
innar á lóðina. Hámarks vegghæð húss er 6,1m en 6m. skv. skipulagi, þakhalli verði
16° en er 30° skv skipulagi.

Sótt er um undanþágu frá skilmálum þakhalla með tilvísun í fjölbreytileika húsa í
götumyndinni og má í því samhengi benda á Aðalstræti 13, 15, og 17.
Í húsinu er áformað að hafa 3 íbúðir, tvær á 1.hæð og ein á 2.hæð. Í kjallara verða
geymslur íbúðanna inntök og sameiginlegt þvottahús. Gólfkóti íbúða 1. hæðar verður
45-60 cm yfir kóta gangstétta en sú aðgerð mun skapa meira næði fyrir íbúa, einkum
íbúa neðri hæðar skv. fyrirspurninni.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina, grenndarkynna þarf
breytinguna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum þar sem fyrirhuguð bygging nær út fyrir
skilgreindan byggingareit í gildandi deiliskipulagi. Grenndarkynna skal fyrir
Aðalstræti 17 og 21, Bjarkargötu 1,3 og 5 og Túngötu 18.

Meðfylgjandi eru kynningargögn þar sem sjá má áformin á afstöðumynd og
útlitsteikningum. Þá er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Vesturbyggðar,
www.vesturbyggd.is.
Uppdrættir eru einnig til sýnis í Ráðhúsi Vesturbyggðar að Aðalstræti 75.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 17. maí til og með
14. júní 2023.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, eða
rafrænt á vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt „Aðalstræti 19“ .
Ef frekari upplýsinga er óskað má hafa samband við Elfar Stein Karlsson,
byggingarfulltrúa Vesturbyggðar á netfangið elfar@vesturbyggd.is eða í síma 849-
7909.

Kynningarbréf fá eigendur fasteignanna að Aðalstræti 17 og 21, Bjarkargötu 1,3 og 5
og Túngötu 18.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300