Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Grennd­arkynning - Bíldu­dals­höfn

Hér með boðar bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar til grennd­arkynn­ingar vegna óveru­legrar breyt­ingar á deili­skipu­lagi fyrir hafn­ar­svæði á Bíldudal.


Skrifað: 8. ágúst 2019

Auglýsingar, Skipulög í auglýsingu

Breyting á deiliskipulagi sem unnið var af Fjölsviði ehf árið 2012 og samþykkt í bæjarstjórn þann 16. janúar 2013 m.s.br. er að skilmálum á lóð Strandgötu 10-12 er breytt á þann hátt að nýtingarhlutfall hennar er hækkað úr 0,13 í 0,22 og er það til þess gert að koma fyrir vatnshreinsistöð innan lóðar. Heildarbyggingarmagn verði því 655 m2.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð
Aðalstræti 75
450 Patreksfjörður

Athugasemdum skal skila inn fyrir 6. september 2019.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300