Hoppa yfir valmynd

Grennd­arkynning - Borholur

Hér með boðar bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar með tilvísan í 8. gr. reglu­gerðar um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipu­lagslaga nr. 123/2010 til grennd­arkynn­inn­ingar á umsókn um fram­kvæmda­leyfi.


Skrifað: 18. febrúar 2022

Auglýsingar, Skipulög í auglýsingu

Áform eru um borun á vinnsluholum til jarðahitaöflunar á Patreksfirði en þau felast í dýpkun á tveimur borholum undir Geirseyrarmúlanum sem og borun á tveimur nýjum holum. Markmið borananna er að kanna hvort nægjanlega heitt og mikið vatn finnist til að keyra fjarvarmaveituna á staðnum með varmadælu en rafketill veitunnar er að mestu keyrður á skerðanlegri orku.

Á 92. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 10.02.2022 var fjallað um erindið.

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 2. febrúar 2022. Í erindinu er sótt um heimild til dýpkunar á tveimur borholum undir Geirseyrarmúlanum sem og borun á tveimur nýjum holum. Markmið borananna er að kanna hvort nægjanlega heitt og mikið vatn finnist til að keyra fjarvarmaveituna á staðnum með varmadælu en rafketill veitunnar er að mestu keyrður á skerðanlegri orku. Rafmagnsverð skerðanlegrar orku hefur farið hækkandi og hlutfallslega meira en verð á forgangsorku. Verðmunurinn á milli skerðanlegrar orku og forgangsorku að óbreyttu dugar vart lengur til í hefðbundnu árferði að reka R/O veitur orkubúsins án taprekstrar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður eða með tölvupósti á vesturbyggd@vesturbyggd.is fyrir 7. mars 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er til og með 7. mars 2022. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir áformunum.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar eða í síma 450 2300 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10-12:30 og 13-15. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð
Aðalstræti 75
450 Vesturbyggð

Athugasemdum skal skila inn fyrir 7. mars 2022.