Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Grennd­arkynning - Hafn­ar­braut 8

Hér með boðar bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar til grennd­arkynn­ingar vegna bygg­ing­ar­leyfis Hafn­ar­brautar 8 á Bíldudal í samræmi við ákvæði 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Grennd­arkynning felst í því að nágrönnum sem taldir eru geta átt hags­muna að gæta er gefinn  kostur á að tjá sig um breyt­ingar í þegar byggðu hverfi þar sem ekki liggur fyrir deili­skipulag.


Skrifað: 23. september 2021

Skipulög í auglýsingu

Á 88. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 13.09.2021 var fjallað um erindið. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Hafnarbraut 6 og 10, Dalbraut 7 og 9

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur frá ætlaðri móttöku þessa bréfs, þ.e. til og með 18. október 2021. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir áformunum.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar eða í síma 450 2300 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10-12.30 og 13-15. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð
Aðalstræti 75
450 Vesturbyggð

Athugasemdum skal skila inn fyrir 20. október 2021.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300