Hoppa yfir valmynd

Grennd­arkynning - Kross­holt-Lang­holt


Skrifað: 15. september 2023

Skipulög í auglýsingu

Tillagan felur í sér að breyta legu aðkomuvegar um svæðið en áður skilgreint vegstæði þykir ekki ákjósanlegt vegna bleytu. Afmörkun og stærð tveggja lóða breytast með færslu vegarins. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Uppdrættir eru einnig til sýnis á bæjarskrifstofum Vesturbyggðar að Aðalstræti 75.

Frestur til að senda athugasemdir er til 16. október 2023.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, eða rafrænt á vesturbyggd@vesturbyggd.is  merkt „Krossholt-Langholt“ .

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum, skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fá erftirfarandi lóðarhafar

Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum með lóðanúmerum L221147, L233020, L139840, L139837, L233022 og L221595.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300