Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Grennd­arkynning í nágrenni Sauð­lauks­kirkju

Boðað er til grennd­arkynn­ingar vegna fyrir­hug­aðra bygg­ingaráforma fyrir húsi sem hýsa á eldhús og verk­færahús á lóð Sauð­lauks­dals­kirkju.


Skrifað: 20. nóvember 2019

Skipulög í auglýsingu

Grenndarkynning er í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning felst í því að nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að tjá sig um breytingar í þegar byggðu hverfi þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag.

Gildandi aðalskipulag

Landnotkun á þeim reit sem grenndarkynningin nær til er skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnun og landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

Bókun skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar þann 11.11.2019:

1910016 – Framkvæmdir við Sauðlauksdalskirkju

Tekin fyrir umsókn sóknarnefndar Sauðlauksdalskirkju vegna byggingaráforma fyrir húsi sem hýsa á eldhús og verkfærahús á lóð Sauðlauksdalskirkju. Byggingarfulltrúi hafði stöðvað framkvæmdir með bréfi dags. 3. október 2019. Erindinu fylgja ódagsettir aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum Sauðlauksdals og Sauðlauksdals III. Skipulags- og umhverfisráð telur það ámælisvert að framkvæmdaraðili hafi hafið framkvæmd áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir af hálfu sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vandað verði til við ytri frágang hússins og gætt að heildarsamræmi við kirkjun.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð
Aðalstræti 75
450 Patreksfjörður

Athugasemdum skal skila inn fyrir 19. desember 2019

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300