Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Grennd­arkynning - Strand­gata 10-12 á Bíldudal

Í erindinu er sótt um að fá að bæta við þriðja tank­inum undir meltu við NV-horn meltu- og vatns­hreins­i­stöðvar við Strand­götu 10-12 á Bíldudal. Þeim sem telja sig eiga hags­muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga­semdir við breyt­inguna.


Skrifað: 31. mars 2020

Skipulög í auglýsingu

Á 70. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar þann 12.03.20 og á fundi hafna- og atvinnumálaráðs var samþykkt að grenndarkynna erindi um deiliskipulagsbreytingu fyrir Strandgötu 10-12 á Bíldudal.

Í erindinu er sótt um að fá að bæta við þriðja tankinum undir meltu við NV-horn meltu- og vatnshreinsistöðvar við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Breyting skilmála fyrir lóðina er sýnd á meðfylgjandi tillögu og er að öllu leyti vísað nánar til hennar um fyrirhugaðar breytingar, en m.a. felst breytingin í eftirfarandi:

  • Byggingarreitur umhverfis vatnshreinsistöð er stækkaður svo koma megi fyrir þriðja tankinum undir meltu.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar grenndarkynnir hér með erindið fyrir eigendum fasteigna í samræmi við samþykkt þessa og með vísan til 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi tillaga um deiliskipulagsbreytingu, er kynnt á heimasíðu Vesturbyggðar og er til sýnis á bæjarskrifstofum Vesturbyggðar, Aðalstræti 75.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Athugasemdum skal skila skriflega til skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður eða á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is eigi síðar en 28. apríl 2020.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300