Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Grunn­skóla­kenn­arar óskast við Bíldu­dals­skóla

Viltu vera hluti af metn­að­arf­ullum starfs­manna­hópi þar sem skap­andi og fjöl­breyttir kennslu­hættir eru í fyrir­rúmi? Bíldu­dals­skóli er samrekinn leik- og grunn­skóli með tvær starfs­stöðvar á Bíldudal, Vest­ur­byggð; Bíldu­dals­skóli og leik­skólinn Tjarn­ar­brekka.


Skrifað: 23. maí 2023

Starfsauglýsingar

Einkunn­arorð skólans eru: Samskipti – Samvinna – Sköpun.

Bíldudalsskóli leitar að áhugasömum og fjölhæfum kennurum sem geta unnið í teymi. Kennurum sem hafa áhuga á að taka þátt í gróskumiklu skólastarfi þar sem faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám, samþætting námsgreina og grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfinu. Áherslur Bíldudalsskóla eru  Uppbyggingarstefna, leiðsagnarnám, skapandi og fjölbreyttir kennsluhættir og einstaklingsmiðuð kennsla.

1) 100% staða kennara

Óskað er eftir kennara sem tekur að sér kennslu þvert á skólastig í öllum greinum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leik- og grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og menntastefnu Vesturbyggðar.
  • Annast kennslu samkvæmt viðmiðum aðalnámskrár grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda.
  • Fylgjast með velferð nemenda, hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar.
  • Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags.

Hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla sem kennari á leik-, grunn-, eða framhaldsskólastigi.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum á leik- og grunnskólastigi.
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Stundvísi og þolinmæði.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Vesturbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum.

Umsókn sendist á liljarut@vesturbyggd.is. Frekari upplýsingar gefur Lilja Rut Rúnarsdóttir, liljarut@vesturbyggd.is og í síma 866 2245. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2023.

2) 30% staða deildarstjóra leik- og grunnskóla

Deildarstjóri 1, starfar samkvæmt lögum um reglugerð leik-og grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leik-og grunnskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Staðgengill skólastjóra.
  • Taka þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunum og mati á starfsemi leik- og grunnskóla.
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samráði við stjórnendur.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagi, framkvæmd og mati stofnunarinnar í samráði við skólastjóra.
  • Er hluti af stjórendateymi skólans.
  • Hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd sérkennslu og stoðþjónustu í samráði við skólastjóra.
  • Sinnir öðrum verkefnum sem skólastjóri felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Leyfi til að nota starfsheitið sérkennari.
  • Reynsla af umsjón og skipulagi sérkennslu og stoðþjónustu.
  • Reynsla af stjórnun leik- og grunnskóla.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Vesturbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum.

Umsókn sendist á liljarut@vesturbyggd.is. Frekari upplýsingar gefur Lilja Rut Rúnarsdóttir, liljarut@vesturbyggd.is og í síma 866 2245. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2023.