Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Hafnarsvæði - Óviðkomandi umferð bönnuð
Eins og íbúar hafa orðið varir við eru umsvifin alltaf að aukast á Bíldudalshöfn, en næstu daga og vikur verður sérstaklega mikið um að vera á höfninni, bæði verður aukning á skipakomum sem og stóraukning á umferð flutningabíla og annarra þjónustuaðila á höfninni.
Hafnarstjóri vill ítreka að hafnarsvæðin, jafnt á Bíldudals- sem og á Patrekshöfn eru lokuð vinnusvæði og er óviðkomandi umferð bönnuð og eru íbúar beðnir um að virða það.
Þá eru foreldrar sérstaklega beðnir að ítreka fyrir börnum sínum að hafnarsvæðin eru ekki leiksvæði.
Skrifað: 19. febrúar 2020