Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Hafn­ar­vörður við Patreks­höfn

Staða hafn­ar­varðar við Patreks­höfn er laus til umsóknar. Um er að ræða tíma­bundna ráðn­ingu í fullt starf auk bakvakta aðra hvora helgi.


Skrifað: 22. júlí 2022

Starfsauglýsingar

Starfið felur í sér almenna starfssemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Hafnarvörður vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun ásamt skráningu og skýrslugerðum sem við kemur allri umferð um hafnarsvæðið og hafsögu. Umsjón með reikningagerð. Sinnir viðhaldi og framkvæmdum á hafnarbökkum og hafnarmannvirkjum eftir þörfum.

Hluti af starfinu er einnig m.a. öryggiseftirlit á hafnarsvæðum og vinna að umhverfis- og öryggismálum og mengunarvörnum. Hafnarvörður sinnir jafnframt ýmsum verkefnum, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og afgreiða vatn og rafmagn til skipa.

Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki.

Næst yfirmaður er Hafnarstjóri.

Hæfniskröfur:

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Ríkuleg þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Umsækjendur þurfa að uppfylla kröfur um löggildingar vigtarmanna skv. lögum 91/2006
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt, skipulagshæfileikar og nákvæmni við skráningu gagna
  • Áhersla lögð á vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum
  • Gilt ökuskírteini

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2022

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil, upplýsingum um meðmælendur og fleira skal senda á netfangið elfar@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – hafnarvörður Patrekshöfn.

Nánari uplýsingar um starfið veitir Elfar Steinn Karlsson, hafnarstjóri, vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í síma 849 7909.