Handboltaskóli HSÍ og Arnarlax 6. og 7. desember
Föstudaginn 6. desember og laugardaginn 7. desember verður Handboltaskóli í Bröttuhlíð á Patreksfirði. Handboltaskólinn er fyrir öll börn í 1.-10. bekk í Vesturbyggð og er á vegum HSÍ og Arnarlax.
Skrifað: 4. desember 2024
Handboltaskóli fyrir 1.-4. bekk verður á eftirfarandi tímum:
- Föstudagur kl. 12:30-14:30
- Laugardagur kl. 09:00-10:30
Handboltaskóli fyrir 5.-10. bekk verður á eftirfarandi tímum:
- Föstudagur kl. 14:30-16:30
- Laugardagur kl. 10:30-12:00
Einnig verða rútuferðir í boði Arnarlax, en hægt er að sjá tímasetningar í töflunum hér fyrir neðan.