Héraðsþing HHF
Héraðsþing HHF verður haldið í félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd sunnudaginn 27. apríl og hefst kl. 16:00.
Dagskrá
- Þingsetning
- Kosning fyrsta og annars þingforseta
- Kosning fyrsta og annars þingritara
- Kosning kjörbréfanefndar
- Ávörp gesta
- Kosnar nefndir er þingið samþykkir að kjósa skuli til starfa á þinginu til að fjalla um þær tillögur og málefni sem til þeirra er vísað.
- Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
- Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
- Lagðar fram og teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.
Þinghlé. - Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu.
- Skýrslur aðildarfélaganna.
- Önnur mál.
- Kosningar:
a. kosning stjórnar sbr. 15. grein
b. kosning skoðunarmanna (2 aðalmenn og 1 varamaður)
c. kosning í héraðsdómstól
d. kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ - Þingslit.