Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Hertar reglur vegna COVID-19

Á hádegi í dag, 31. júlí taka gildi hertar samkomu­reglur vegna Covid-19 sem nánar má sjá hér.

Samkomu­bann miðast við 100 full­orðna einstak­linga og hvar þar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi er skylt að viðhafa þá reglu að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstak­linga.


Skrifað: 31. júlí 2020

Fréttir

Þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga, er skylt að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þá skal vera tryggður aðgangur að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga í verslunum, opinberum byggingum og hjá þjónustufyrirtækjum.

Stjórnendur sveitarfélagsins funduðu um stöðuna í gær og vegna hertra samkomureglna verða gerðar eftirfarandi breytingar á starfsemi stofnana sveitarfélagsins frá hádegi 31. júlí.

Brattahlíð

Þreksalur, íþróttasalur, sauna og kaldur pottur verður lokaður frá hádegi 31. júlí.

Sundlaug verður opin en takmarkaður verður fjöldi gesta sem getur verið í sundi á hverjum tíma og að hámarki fjórir í hvorum klefa (auk barna fædd 2005 og síðar) og biðlar Vesturbyggð til sundgesta að sýna þeim tilmælum skilning.

Bylta

Þreksalur verður lokaður frá hádegi 31. júlí.

Potturinn verður lokaður frá hádegi 31. júlí.

Tjaldsvæði

Tjaldstæði á vegum Vesturbyggðar verða áfram opin en mikilvægt er að gestir tjaldstæðanna virði sóttvarnareglur og gæti þess að halda hæfilegri fjarlægð á milli tjalda. Þá verður takmarkaður sá fjöldi sem getur dvalið á tjaldsvæðum sveitarfélagsins á hverjum tíma eða ekki fleiri en 100.

Vesturbyggð vill ítreka mikilvægi þess að allir gæti fyllstu varúðar og sóttvarna.

Við erum öll almannavarnir!