Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Hertar sótt­varn­ar­að­gerðir vegna COVID-19

31. október 2020 taka gildi hertar reglur um sótt­varnir vegna COVID-19 og munu þær reglur gilda til og með 17. nóvember nk. Hertar reglur taka til landsins alls og munu hafa áhrif á starf­semi á vegum Vest­ur­byggðar.


Skrifað: 30. október 2020

Hertar reglur taka til landsins alls og munu hafa áhrif á eftirtalda starfsemi á vegum Vesturbyggðar:

  • Bylta á Bíldudal og Brattahlíð á Patreksfirði verða lokuð.
  • Skipulag skólastarfs verður endurskoðað, en reglugerð fyrir starfsemi skólana mun liggja fyrir á sunnudag. Hertar reglur um skólastarf taka svo gildi 4. nóvember nk. og verður fyrirkomulag skólastarfsins sérstaklega tilkynnt foreldrum og forráðamönnum barna í leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

Helstu takmarkanir eru:

  • 10 manna fjöldatakmörk meginregla.
    • Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
    • 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins.
    • Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila.
    • Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla.
  • 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
  • Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar er óheimil, svo sem menningarstarfsemi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nudd­stofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og önnur sambærileg starfsemi.
  • Sund- og baðstöðum sem og líkamsræktarstöðvum skal lokað.
  • Íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utan­dyra, með eða án snertingar eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.
  • Sviðslistir óheimilar.
  • Krám og skemmtistöðum lokað.
  • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
  • Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Nánar er unnt að kynna sér reglugerð ráðherra hér

Nú reynir á samtakamátt okkar allra í Vesturbyggð að hvert og eitt okkar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Að við mætum hertum aðgerðum með æðruleysi og sýnum samstöðu. Þannig komumst við saman í gegnum þennan ólgusjó sem faraldurinn lætur nú dynja á okkur.