Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Hjóla­söfnun Barna­heilla

Foreldrar/forráða­menn barna geta haft samband við félag­þjón­ustuna og sótt um hjól fyrir börn sín í tengslum við Hjóla­söfnun Barna­heilla. Barna­heill mun í fram­haldinu hafa samband við viðkom­andi og úthluta barninu hjól.


Skrifað: 28. apríl 2020

Auglýsingar

Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Þannig fá þau tækifæri til að eflast félagslega auk þess sem lýðheilsuleg sjónarmið eru að baki sem efla bæði líkamlegt og andlegt heilsufar. Börnin geta þannig með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi annarra barna. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og fara með þau á móttökustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól.

Vinsamlega sendið inn umsókn fyrir 1.maí á svanhvit@vesturbyggd.is

Parents or legal guardians of children can apply for a bicycle for free from Barnaheill – Save the children in Iceland, to the Social Service of Vestur-Barðastrandasýsla.

Applications must be sent before 1st of May to svanhvit@vesturbyggd.is