Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Hjól­reiða­keppnin Arna West­fjords Way Chal­lange

Miðviku­daginn 29. júní munu 65 hjól­reiðakappar alls staðar að úr heim­inum mæta á Ísafjörð til að hjóla tæplega 1.000 kíló­metra um Vest­firði.


Skrifað: 30. júní 2022

Fréttir

Keppnin er fyrsta sinnar tegundar og átak í að laða að og varpa ljósi á Vestfjarðaleiðina sem áfangastað fyrir reiðhjólaferðamennsku. 16 íslensk fyrirtæki styrkja keppnina þar af eru það Arna og 9 önnur fyrirtæki frá Vestfjörðum.

Keppnin er mikið þolraun sem reynir á hæfni, ákveðni og einbeitingu keppenda sem þurfa hjóla langar vegalengdir í gegnum stórfenglegt landslag Vestfjarða meðan þau berjast við náttúruöflin. Í hverjum hluta keppninnar þurfa keppendur að stoppa tvisvar á áhugaverðum áfangastöðum leiðarinnar og hafa því tækifæri til að upplifa og tengjast menningu Vestfjarða.

Keppni líkur að kvöldi 3. júlí þegar keppendur stökkva í höfnina við Kristjánsgötu.

Ef þið sjáið hjólreiðamenn á Vestfjarðaleiðinni á meðan keppni stendur, hvetjið þá áfram, sýnið aðgát og gefið þeim rými þegar þið takið fram úr þeim.

Dagskrá keppninnar

28. júní: Keppnissýning – Dokkan Brugghús

29. júní: Keppni hefst 7:00 Silfurtorgi, frá Ísafirði að Hótel Laugarhóli

30. júní: Frá Hótel Laugarhóli að Vogi Country Lodge Skarðsströnd

1. júlí: Vogur Country Lodge til Patreksfjarðar

2. júlí: Hvíld og ævintýradagur á Patreksfirði

3. júlí: Miðnæturstart og hjólað til Ísafjarðar – Lokahóf Dokkunni Brugghús