Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Hjúkr­un­ar­fræð­ingur - Patreks­fjörður

Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða er metn­að­ar­fullur vinnu­staður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfs­stöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfs­menn á Patreks­firði á heilsu­gæslu, legu­deild, endur­hæf­ingu og rekstr­ar­deild. Á stofn­un­inni er unnið mark­visst að góðum starfs­anda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofn­unin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.


Skrifað: 20. janúar 2020

Starfsauglýsingar

Óskað er eftir að ráða sjálfstæðan hjúkrunarfræðing í 70 til 100% starf á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Störf hjúkrunarfræðinga á Patreksfirði eru fjölbreytt og vinna þeir með breiðum skjólstæðingahópi. Hjúkrunarfræðingar vinna saman í öflugu teymi og sinna m.a heilsugæslu, ungbarnavernd, skólahjúkrun, heimahjúkrun og legudeild.

Unnið er á dagvöktum. Þess fyrir utan skipta hjúkrunarfræðingar með sér bakvöktum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa við og öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Hæfnikröfur

  • Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
  • Faglegur metnaður
  • Ökuréttindi eru nauðsynleg

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2020

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Svava Magnea Matthíasdóttir – svavam@hvest.is – 450 2000