Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Hjúkr­un­ar­stjóri á Patreks­firði

Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða  óskar eftir að ráða hjúkr­un­ar­stjóra á Patreks­firði. Starfið hentar reynslu­meiri hjúkr­un­ar­fræð­ingum og er kjörið fyrir þá sem vilja fjöl­breytt viðfangs­efni í alhliða hjúkrun og stjórnun.


Skrifað: 21. febrúar 2023

Starfsauglýsingar

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Unnið er að undirbúningi á viðbyggingu sem hýsa mun nýtt hjúkrunarheimili í stað deildarinnar sem nú er.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarstjóri er yfirmaður starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði og situr í framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Hjúkrunarstjóri sér um verkefnisstjórnun og er yfirmaður millistjórnenda á staðnum. Starfið er skemmtileg blanda af klínískri vinnu og stjórnun. Hjúkrunarstjóri tekur bakvaktir á móti öðrum hjúkrunarfræðingum á staðnum.

    Hæfniskröfur

    • Hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
    • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
    • Stjórnunarreynsla er kostur
    • Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
    • Faglegur metnaður

    Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2023

    Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

    Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
    Æskilegt er að störf hefjist 1. maí 2023 eða eftir nánara samkomulagi.

    Patreksfjörður er mjög fjölskylduvænn staður, þar eru leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og framhaldsskóladeild ásamt öflugu íþróttastarfi. Börn hafa mikið frelsi og tækifærin til útivistar eru allt í kring.
    Margvísleg starfsemi er á svæðinu og næg atvinnutækifæri fyrir maka.

    Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að sex mánuði.

    Starfshlutfall er 100%

    Nánari upplýsingar veitir

    Hildur Elísabet Pétursdóttir, Framkvæmdastjóri hjúkrunar – hildurep@hvest.is – 695 2222
    Gylfi Ólafsson, Forstjóri – gylfi@hvest.is – 693 3916

    Smelltu hér til að sækja um starfið