Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Hleðslu­stöðvar frá Tesla í Vest­ur­byggð

Samþykkt hefur verið að setja upp þrjár hleðslu­stöðvar fyrir rafmagns­bíla í Vest­ur­byggð, nánar tiltekið við Aðalstræti 1 á Patreks­firði, Dalbraut 1 á Bíldudal og við Byltu á Bíldudal.


Skrifað: 14. janúar 2022

Fréttir

Hleðslustöðvarnar eru gefnar af Tesla og verða í boði fyrir alla rafbíla, en búast má við fjölgun rafbíla í einkaeigu og bílaleigubílum á næstu mánuðum og árum. Vesturbyggð mun sjá um uppsetningu og rekstur stöðvanna.

Með því að fjölga hleðslustöðvum verður auðveldara fyrir rafbílaeigendur að heimsækja Vestfirði og mun einnig nýtast íbúum, fyrirtækjum og er í samræmi við markmið umhverfisvottunar Vestfjarða, Earth Check.