Hoppa yfir valmynd

Hrað­ís­lenska á bóka­safni Patreks­fjarðar

Fræðslumið­stöð Vest­fjarða og bóka­safn Patreks­fjarðar blása til hrað­ís­lensku­við­burðar fimmtu­daginn 27. febrúar kl. 20:00 á bóka­safninu.


Skrifað: 25. febrúar 2025

Á hraðíslensku stefnumótum kemur saman fólk sem er að æfa sig í íslensku og fólk sem hefur góð tök á íslensku. Tilgangurinn er að gefa þeim sem eru að læra tungumálið tækifæri til að æfa sig með því að spjalla við fólk sem er tilbúið að tala hægt, endurtaka og mæta þeim sem eru að æfa sig á þeim stað sem það er statt í sínu íslenskuferli.

Hraðíslenska er fyrir alla sem vilja æfa íslensku og hitta fólk. Geta skiptir ekki máli.


Forstöðumaður bókasafna Vesturbyggðar

AH

bokpatro@vesturbyggd.is/+354 450 2374