Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Hreinsun í Geirs­eyr­argili

Í samráði við Ofan­flóða­sjóð er Vest­ur­byggð að hreinsa farveginn í Geirs­eyr­argilinu af grjóti og jarð­vegi niður að brúnni á Brunn­unum.


Skrifað: 8. febrúar 2023

Þjónustuvegurinn fyrir ofanflóðavarnargarðana hefur verið rofinn og rörið fjarlægt. Þjónustuvegurinn verður tekinn aftur í notkun með vorinu. Mikið af jarðvegi hefur safnast saman undir brúnni á Brunnum og reynt verður að hreinsa undan brúnni eins og hægt er.

Spáð er rigningu á föstudaginn og því er stefnt að því að undirbúa farveginn í Geirseyrargilinu undir mikið vatnsmagn.

Vegna veðurspár í upphafi vikunnar var ákveðið að halda íbúafundinn vegna krapaflóðsins 26. janúar s.l. ekki í þessari viku, við vonum að næsta vika verði með færri lægðum og meira logni.