Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Húsvörður Patreks­skóla

Patreks­skóli auglýsir starf húsvarðar laust til umsóknar. Um 30% starf er að ræða og æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf sem fyrst.


Skrifað: 6. apríl 2020

Starfsauglýsingar

Markmið og starfssvið

Að taka þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í skólanum, þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda. Húsvörður lýtur verkstjórn skólastjóra.

  • Húsvörður hefur með höndum umsjón og eftirlit með eignum skólans, bæði föstum og lausum, innan húss og utan
  • Húsvörður fylgist með ástandi húsakynna, allra kerfa þeirra, hirðir um þau eftir þörfum og sér um að þau starfi ætíð rétt. Sömuleiðis lítur hann eftir ástandi innanstokksmuna og ýmissa tækja
  • Húsvörður sér um lagfæringar, viðhald og viðgerðir eftir getu og kallar til viðgerðarmenn eftir þörfum. Ef um stærri viðgerðir er að ræða hefur hann samráð við skólastjóra
  • Húsvörður sér um innkaup á rekstrarvörum til ræstinga og annast ýmsa aðra aðdrætti að fyrirmælum yfirmanns
  • Húsvörður getur þurft að ganga í störf gangavarða bæði tímabundið t.d. vegna veikinda og eftir því sem þörf er á að mati yfirmanns

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2020

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttafélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla.