Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Húsvörður, stuðn­ings­full­trúi og skóla­liði

Viltu vera hluti af lifandi, faglegu og skemmti­legu samfé­lagi? Húsvörður (30% staða), stuðn­ings­full­trúi (50% staða) og skóla­liði (20% staða) óskast til starfa í Patreks­skóla. Mögulegt að sameina störfin í 100% stöðu


Skrifað: 8. ágúst 2022

Starfsauglýsingar

Patreksskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfamanni með þekkingu og áhuga á skólastarfi. Patreksskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna.  

Starfssvið húsvörður 

Starfar við og hefur með umsjón húseignum, tækjum og innanstokksmunum. Sér um opnun/lokun húsnæðis, annast lítilsháttar viðhald og tekur á móti aðföngum fyrir stofnunina.  

Starfssvið skólaliði 

Sér aðallega um ræstingu á vinnustað. Starfar einnig með nemendum í leik og starfi, t.d. gangavörslu, frímínútnagæslu. Umsjón með nemendum í frímínútum og hléum, úti og inni. 

Starfssvið stuðningsfulltrúi 

Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmanna með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Nám stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám æskilegt
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með unglingum æskileg
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslensku og tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2022

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

Frekari upplýsingar um störfin gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir, asdissnot@vesturbyggd.is og í síma 863 0465. Umsóknir skulu berast  á sama netfang og við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um störfin.