Hoppa yfir valmynd

Hvað er að frétta af Bröttu­hlíð?

Í íþróttamið­stöð­inni Bröttu­hlíð starfa fjórir starfs­menn á vöktum og mikið líf er jafnan í húsinu.


Skrifað: 18. mars 2024

Brattahlíð var tekin í notkun árið 2005. Á sundlaugarsvæðinu er útisundlaug 16,7 metrar að lengd, tveir heitir pottar, vaðlaug og sauna. Inni í byggingunni er 140 fermetra tækjasalur og 900 fermetra íþróttasalur.

Íþróttasalurinn er vel nýttur af íbúum, skóla og íþróttafélagi. Skólinn er með íþróttakennslu á morgnana og dans fyrir elstu krakkana, íþróttaskólinn með salinn fyrir yngstu börnin, eldri borgarar eru með boccia og íþróttafélögin Hörður og HHF eru með æfingar þegar skóla líkur á daginn. Þær æfingar eru körfubolti, fótbolti og frjálsar. Salurinn er einnig notaður í æfingar fyrir fullorðna sem eru körfubolti, blak, fótbolti og wod.

Um helgar er foreldrafélag leikskólans með íþróttaskóla fyrir leikskólabörnin. Þá er líka er mjög vinsælt að halda upp á afmæli í salnum. Tækjasalurinn er mikið notaður og höfum við séð mikla aukningu síðustu ár. Breyting verður í vor þegar innstimplun verður í tækjasalinn, þá verður hægt að fara í tækjasalinn fyrir opnun og eitthvað eftir lokun. Sundlaugin er ágætlega nýtt en skiljanlega meira þegar líða fer að sumri.

Hvað er að frétta? er nýr liður á heimasíðunni þar sem birtar verða fréttir frá starfsstöðvum og stofnunum sveitarfélagsins.

Útsýnið af sundlaugarbakkanum er engu líkt
Glittir í Patrekskirkju í bakgrunn
Sólsetur
Útsýnið af sundlaugarbakkanum er engu líkt

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva

AME

atli@vesturbyggd.is/+354 450 2350