Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Hvað má og hvað má ekki – nýjar leið­bein­ingar fyrir ferða­fólk

Byggt á velgengni fyrri leið­bein­inga, hafa sjö bæjar­félög á Íslandi nú þróað stað­bundnar leið­bein­ingar til þess að taka á móti gestum skemmti­ferða­skipa en Patreks­fjörður er eitt af þeim.


Skrifað: 13. júní 2022

Fréttir

Staðbundnar leiðbeiningar veita gestum hjálpleg tilmæli áður en komið er á hvern stað. Þær innihalda ábendingar um hvert sé best að fara og ráð um hvernig á að vera tillitsamur gestur. Meðal annars hvetja leiðbeiningarnar gesti til að njóta bæjarins og landslagsins, en láta gróður, dýr og menningararf ósnortna. Gestum er bent á að um að biðja um leyfi áður en þeir taka myndir af bæjarbúum, til þess að forðast að trufla friðhelgi þeirra. Leiðbeiningarnar benda einnig á merkisverða staði og gönguleiðir.