Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Íbúa­fjölgun í Vest­ur­byggð

Íbúum Vest­ur­byggðar hefur fjölgað um 25 eða um 2,5% frá 1. desember 2018 til 1. janúar 2020 samkvæmt nýjum tölum frá Þjóð­skrá. Íbúum á landinu öllu hefur fjölgað um 7.514 manns eða 2,1% á þessu tíma­bili en þann 1. janúar voru 364.185 með skráða búsetu á landinu.


Skrifað: 6. janúar 2020

Íbúar á Vestfjörðum eru nú 7.118 og hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans á tímabilinu nema í Ísafjarðarbæ þar sem fækkaði um tvo eða 0,1% og í Tálknafirði þar sem fækkaði um átta eða 3,1%.  Mesta fjölgunin var í Vesturbyggð þar sem fjölgaði um 25 einstaklinga, úr 996 í  1.021 eða 2,5% en hlutafallsleg fjölgun er mest í fámennasta sveitarfélaginu, Árneshreppi, þar sem hún er 7,5% eða þrír einstaklingar.