Íbúafundur með heimastjórn Tálknafjarðar
Heimastjórn Tálknafjarðar boðar til íbúafundar í matsal Tálknafjarðarskóla mánudaginn 7. apríl kl. 17:00.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- Formaður heimastjórnar setur fund, kynnir heimastjórn og hlutverk hennar.
- Umræða um fjárhagsáætlun næsta árs og verkefni fram undan.
Íbúafundir heimastjórna eru hugsaðir sem fyrsta formlega skrefið í vinnu heimastjórna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026. Heimastjórnir vinn síaðan áfram með þær ábendingar sem fram koma hjá íbúum og tillögur verða lagðar fram til bæjarstjórnar í vinnu við fjárhagsáætlun í haust.