Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Íbúa­fundur um endur­skoðun aðal­skipu­lags

Minnum á íbúa­fundinn um endur­skoðun aðal­skipu­lags Vest­ur­byggðar sem haldinn verður í kvöld klukkan 19:30. Fund­inum verður streymt beint á face­book­síðu Vest­ur­byggðar. 


Skrifað: 9. febrúar 2021

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp formanns vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulagsins – Friðbjörg Matthíasdóttir, bæjarfulltrúi
  • Kynning á skipulagstillögunni, helstu breytingum og athugasemdum úr forkynningu – Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar
  • Stutt kaffihlé
  • Fyrirspurnir og umræður – Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri stýrir umræðum

Síðustu mánuði hefur verið unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar en megin ástæður endurskoðunarinna eru að skipulagstímabili núverandi aðalsipulags er lokið, ný ákvæði skipulaglaga og reglugerða hafa tekið gildi sem og landsskipulagsstefna hefur verið staðfest. Einnig hefur orðið mikil uppbygging í sveitarfélaginu sem og breytngar í samgöngukerfi sveitarfélagsins sem kallar á nýja stefnumótun í skipulagi Vesturbyggðar. Forkynning á skipulagstillögunni fór fram í lok árs 2020 og bárust margar gagnlega ábendingar og athugasemdir sem nú hefur verið unnið úr.