Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Íbúa­fundur um samein­ing­armál

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar hefur látið fram­kvæma grein­ingu og könnun á hagkvæmni samein­ingar Vest­ur­byggðar við Tálkna­fjarð­ar­hrepp.

Boðað er til íbúa­fundar miðviku­daginn 29. sept­ember kl. 20:00 – 21:30 í Félags­heimili Patreks­fjarðar, Aðalstræti 107. Á fund­inum verður kynning á verk­efninu og leitað sjón­ar­miða íbúa um hvaða atriði skipta mestu máli, ef til samein­ing­ar­við­ræðna kemur.

Fund­inum verður streymt á Face­book­síðu Vest­ur­byggðar.


Skrifað: 23. september 2021

Fréttir

Á fundinum notum við rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.

Hægt er að senda eins margar spurningar eða ábendingar og fólk vill. Hægt er að líka við góðar spurningar og færast þær þá ofar í röðina. Algengustu spurningum verður svarað fyrst.

Fulltrúar Vesturbyggðar og ráðgjafar verða til svara eftir kynningu og allar spurningar verða birtar á vef Vesturbyggðar að fundi loknum.