Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Íbúafundur um sameiningarmál
Í gær, miðvikudaginn 29. september, var haldinn íbúafundur til að kynna greiningu og könnun á hagkvæmni sameiningar Vesturbyggðar við Tálknafjarðarhrepp. Fundurinn var haldinn í Félagsheimili Patreksfjarðar og var einnig streymt á Facebook síðu Vesturbyggðar.
Á fundinum var kynning á verkefninu og leitað sjónarmiða íbúa um hvaða atriði skipta mestu máli, ef til sameiningarviðræðna kemur. Notast var við rafrænt samráðskerfi þar sem hægt var að senda inn spurninga og ábendingar, ásamt því að tekið var við spurningum og ábendingum úr sal.
Kynninguna ásamt spurningum og ábendingum má nálgast hér fyrir neðan. Einnig er hægt að nálgast upptöku frá fundinum hér.