Íbúafundur um varmadæluvæðingu
Samsung á Íslandi hefur sett sig í samband við Vesturbyggð með þá hugmynd að varmadælavæða Bíldudal með Samsung varmadælum á hagstæðum kjörum fyrir íbúa. Íbúafundur til að kanna áhuga íbúa og fyrirtækja á Bíldudal á verkefninu verður haldinn í Baldurshaga miðvikudaginn 9. apríl kl. 20:00.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Vesturbyggð, Bláma, Umhverfis- og orkustofnun og Verklagnir.
Dagskrá fundarins:
- Kynning á verkefninu Samsung bærinn.
- Fræðsla frá Orkusetri um orkunýtingu.
- Vesturbyggð og Blámi kynna sína sýn á verkefnið.
- Opnar umræður og spurningar.
Á fundinum verða:
- Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri.
- Geir Gestsson, forstöðumaður fasteigna hjá Vesturbyggð.
- Magnús Árnason, verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði Vesturbyggðar.
- Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma.
- Edda Bára Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Bláma.
- Pétur Bjarni Gunnlaugsson, starfsmaður hjá Verklögnum ehf.
- Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri orkuskipta hjá Orkustofnun.
- Tveir fulltrúar frá Samsung.