Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Íbúar í Vest­ur­byggð nú 1003

Þjóð­skrá Íslands hefur birt tölur um íbúa­fjölda í einstökum sveit­ar­fé­lögum þann 1. október 2019.


Skrifað: 3. október 2019

Fréttir

Íbúum í Vesturbyggð hefur fjölgað um 7, en fjöldinn var 996 þann 1. desember 2018 og er kominn upp í 1003 þann 1. október 2019. Þetta er fjölgun upp á 0,7%.

Íbúum á Vestfjörðum fjölgaði um 20 manns eða 0,3%. Fjölgun var hlutfallslega mest í Kaldrananeshreppi, eða 7,8% og er íbúafjöldi þar nú 111. Í Árneshreppi var fjölgun upp á 7,5% og er íbúafjöldi þar nú 43. Mest varð fækkunin í Tálknafjarðarhreppi, en þar fækkaði um 10 íbúa eða 3,9%, og er íbúafjöldi þar nú 249.